fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Um WIKI

WIKI er kerfi þar sem hægt er að breyta og bæta vefsíður.
Allir sem skrá sig geta breytt því sem fyrir er eða bætt við upplýsingum.

  • Kostirnir eru helst að það þarf ekki að slá inn lykilorð eða fara inn í ákveðið kerfi heldur er hægt að breyta, laga og bæta við þekkingarsamfélagið á netinu.
  • Ókostirnir eru þeir að hægt er að breyta öllu en enginn á innleggið. Engin ákveðin stefna í umræðu eða upplýsingum tekin. Fólk getur farið í hár saman vegna skoðanaskipta og skemmdarvargar eiga greiða leið inn í WIKI.

Wikipedia http://en.Wikipedia.org/wiki/Main_Page er alfræðiorðabók á netinu þar sem hver sem er getur skráð sig inn og tekið þátt í upplýsingasamfélaginu á netinu.
Alfræðiorðabókin er á mörgum tungumálum og hægt er að velja íslensku. Hún er í smíðum en slóðin er

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Wiki og layer í Frontpage

Salvör er búin að skrifa mikið um Wiki á vef námskeiðsins http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/wiki.htm
Dæmi um Wiki síðu er Wikipedia
http://en.wikipedia.org/wiki/Main_Page
Sem hún kynnti fyrir okkur. Það er til nokkuð af kerfum þar sem maður getur æft sig og sett upp sitt eigið wikikerfi t.d. http://www.seedwiki.com/
Skrifa meira um þetta í lokaskilum.

þegar unnið er með myndir er best að vista þær í images.
Fara í insert- layer og finna layout stikuna, smella á layers- layer properties.
Ef valið er Draw layer er hægt að teikna glugga á síðuna og setja texta inn í.
Gæta verður þess að layerinn sé valinn svo þetta virki.

já það eru verkefnaskil og aftur verkefnaskil og ég fer bráðum að sjá rautt:-)

mánudagur, nóvember 15, 2004

Heimapróf og skilasíða.

Heima prófið tókum við í síðustu viku og fór nú aðeins meira en tveir tímar í það hjá mér.
það var góð upprifjun á flestu því sem við höfum verið að læra á þessari önn, en það er heill hellingur.
Skilasíðan er alltaf að taka á sig meiri mynd, en Salvör var að bæta við verkefnaskilin. http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/lokaskil.htm

kv.
Heiða.

Dynamic Web Template

Stórsniðug og nýtt fyrir frontPage 2003 til að búa til útlit vefsíðna.
Fyrst er stofnaður vefur og farið í save as og valið type ekki vefsíða.
Það er ekki hægt að breyta bagrunni sem er valinn, heldur inntaki og titlum á vefsíðum.
Dynamic Web Template endar á DWT- vista.
Inntaki er breytt þannig að þú velur svæðið og ferð í format- dynamic web template-manage editable regions.
þá þarf að velja nýtt svæði og kalla það eitthvað ákveðið, smella á add og close.
Til þess að bæta hnöppum á síðuna er hægt að fara í Insert-interactive buttons og þú getur valið úr.

Kennarar voru veikir í morgun og er ég ansi hrædd um að samúð þeirra sé dvínandi, allavega er ég búin að lenda í leiðinlegum rimmum út af þessu. Kennarar standa saman sem ein heild og það er gott en vonandi fer þessu að ljúka og flestir verða sáttir.
Hvernig veit ég ekki :-(
En það gerast stundum kraftaverk!

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Miðvikudagurinn 3. nóv

Í þessum tíma fór Salvör í skjákennslu, meira um það á slóðinni http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/skjakennsla.htm
Í dag fór ég í "verknám" í Varmárskóla, þar sem þrátt fyrir allt var tekið sérstaklega vel á móti okkur í kennara verkfallinu.
Á morgun byrjar annar dagur, sjöundu viku kennaraverkfalls og ekki útséð hvenær þetta endar. Kennarar standa saman eins og klettur og það finnst mér góðs viti almennt fyrir stéttina.
Stelpurnar mínar eru ekki glaðar og vilja fara í skólann sinn!
Á morgun fáum við vonandi að vita meira um þetta heimapróf sem á að skila á föstudaginn:-)
Þetta er skóli verkefnanna núna og þau hlaðast upp í öllum fögum eins og þungir múrsteinar, einn af öðrum.
Ég verð að segja að ég skil ekki alveg þetta skipulag og væri ekki nær að dreifa þessu meira yfir misserið!

mánudagur, nóvember 01, 2004

Örkennsla og power point Producer

Teknar voru upp videó myndir í síðasta tíma fyrir örkennsluna.
Ég ákvað að gera þetta heima þar sem ég ætla að kenna Náttúrulega förðun og módelið gæti haft sinn hentugleika. Salvör sýndi hvernig teknir eru videóbútar frá vél og inn á tölvu með Fire Wire tengi. Til að taka videoið inná tölvuna , hægrismellum við á videoið okkar og veljum "Save target as og vista klippið á tölvunni. Síðan opnum við forritið inn í producer og smellum á vidóið og import video. Videóið er síðan sett á tímalínuna og glærurnar líka. Þá veljum við Synchronize úr Tools valseðlinum og þegar það er búið, þá publisherum við með Publish presentation skipuninni! Í Preview Presenation getum við skoðað hvernig þetta lítur út.

Við erum stanlaust að meðtaka nýjar og nýjar upplýsingar og er ansi hratt farið yfir á þessu námskeiði, alveg ferlegt að missa úr tíma, það er eiginlega ekki hægt.

Í næstu viku stendur til að fara í verknám en það fer algjörlega eftir því hvernig kennara deilan þróast. það er mín skoðun að ef kennarar samþykkja þessa tillögu þá er stéttin með algjöra uppgjöf og verður alltaf láglaunastétt. Þá held ég að margir hugsi sig um varðandi nám hér:-)
Bestu kv.
Heiða


laugardagur, október 23, 2004

Hot Potatoes , gagnvirkni.

Eitthvað þarf ég nú að leggjast yfir þetta betur!
Best er að hlaða niður forritinu af síðunni hennar Salvarar.
Skrá okkur og nota notendanafnið hennar og lykilorð.
Að sjálfsögðu viljum við nota Hot Potatoes nr.6 en það er með miklu fleirum möguleikum en forrit nr.5
Við eigum að prófa að búa til æfingu í Quiz.
Í advance mode getum við gert meira en í begginner´s mode
Takki 6 með kóngulóarvef er til þess að búa til vef úr spurningarsafninu.
Til að íslenska notum við Prompts/feedbac, buttons.
Í options, configure output getum við sett nýjan texta eins og æfing í staðin fyrir Quinz.
Síðan á að vista æfinguna fyrir vef og búa til möppu sem heitir Potatoes á heimasvæðinu.

Við eigum að hafa Örkennslu verkefnið tilbúið fyrir næsta tíma.
Stutta kennslu á þremur til fjórum glærum, með videó.
Ég er að hugsa um að kenna Naturnal förðun.
Flestar stúlkur byrja að mála sig 13- 14 ára og oft er þetta allt of ýkt.
Ég er Förðunarfræðingur, lærði hjá Línu Rut og afhverju ekki að kenna "Naturnal"
Kv.
Aðalheiður.

miðvikudagur, október 20, 2004

Dynamic drive og Hot Potatoes

Gagnvirt nám.
http://web.uvic.ca/hrd/halfbaked/
Nemandinn er virkur og getur "leikið" sér með ýmsu móti.
Dynamic drive
www.dynamicdrive.com
Þar er hægt að gera gif myndir hreyfanlegar.
Gagnvirkt nám, tilvalið til að búa til námsefni á vef og prófa t.d. nemendur í einstaka fagi.

Lokaverkefni.
1. Að fara í skólaheimsóknir og gera rannsókn á tölvu og margmiðlunarbúnaði ( verkfall )?
2. Að gera stuttmynd ca. þrjár mín um eitthvað ákveðið kennsluverkefni þar sem mætti blanda saman ljósmyndum og videó.
3. Námsefni á vef með gagnvirkt nám í huga.
Við getum unnið þetta í hóp og ég sé fram á að það verður bara gaman:-)

Verkefnið í Movie maker er búið, sem ég kalla "Vatnsberann. það var mjög gaman að vinna með þetta forrit eftir talsverðar hremmingar að sækja!!
Skilasíðan er í vinnslu og verður vonandi kominn á netið eftir helgi:-)
Þá er næst að snúa sér að örkennsluverkefninu en þar eru nokkrar hugmyndir að vakna.
Kveðja Heiða.